Ef þú vilt æfa í öruggu umhverfi með frábærum þjálfurum og enn betri æfingafélögum þá er Formið Heilsurækt eitthvað fyrir þig.
Við leggjum mikið upp úr persónulegri nálgun og mætum hverjum og einum þar sem hann er staddur. Meðlimir okkar geta staðfest það hversu góð upplifun það er að mæta til okkar óháð því hvort þú hefur einhverja reynslu af líkamsrækt eða ekki og því hvaða formi þú ert í þegar þú mætir. Móttökurnar eru alltaf góðar og æfingum stillt upp út frá þinni getu hverju sinni.
Hjá okkur höfum við mikið úrval af fjölbreyttum tímum fyrir alla
Kíktu á dagatalið og finndu eitthvað sem hentar þér!
Við erum svo heppin að hafa frábæran hóp þjálfara hjá okkur í Forminu.
"Ég hef prófað margar stöðvar og ekki fundið mig neins staðar, byrjaði að æfa hjá Ella fyrir um tveimur árum og sé ekki eftir því. Elli er mjög góður þjálfari, ýtir manni þægilega út úr þægindarrammanum, eykur sjálfstraustið hjá manni og maður er tilbúin að takast á við krefjandi og skemmtilegar æfingar. Elli hefur aðstoðað mig við að bæta form mitt, vöðvamassa og styrk til muna. Félagsskapurinn er frábær, byrjaði ein og hef kynnst fullt af vinum í gegnum Form, mikil aðhlynning og hvatning sem gefur andlegu heilsunni endorfín kikk!"
"Besta við Formið Heilsurækt fyrir utan æfingarnar - sem eru geggjaðar - eru þjálfararnir. Þeir halda svo vel utan um allt, leiðbeina manni bæði þegar maður gerir rétt og rangt og aðstoða mann við að bæta sig alla daga. Auk þess líður öllum vel hérna, það er gaman á æfingum og það fagna allir bætingum og nýjum áskorunum alla daga!"
"Það er svo einstakt að æfa í stöð þar sem alltaf er tekið vel á móti manni með bros á vör, allir geta æft saman óháð formi og þjálfarinn aðlagar æfingarnar ef eitthvað er að. Það er mikil fagmennska í þjálfuninni, alvöru æfingar og stemning í hópunum er frábært. Þetta er lítið samfélag sem er frábært og gefandi að tilheyra."
"Ég hlakka alltaf til að mæta í formið, Elli er frábær þjálfari, alltaf hress, fylgist ótrúlega vel með manni, hvetur mann áfram, kemur með ábendingar, fylgist með framförum og aðlagar æfingar að hverjum og einum eftir þörfum. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og umhverfið er hvetjandi og félagsskapurinn góður. Það er frábært að æfa í minni hópum og vita að vel er fylgst með manni, ég mæli heilshugar með Forminu!"
"Hef verið hjá Ella í Form frá því að hann opnaði og líkar gríðarlega vel. Hann setur saman æfingaprógram sen virkar vel og skilar miklum árangri. Ég hef verið meðlimur í mörgum líkamræktarstöðvum, bæði hérna á Íslandi og einnig erlendis, og hvergi náð jafn góðum árangri og núna í Form. Æfingarnar hjá Ella eru skemmtilegar og settar þannig saman að hver og einn getur unnið með þær þyngdir og erfiðleikastuðul sem honum hentar. Svo er Elli hvetjandi og jákvæður og fylgist vel með hverjum og einum og passar upp á að æfingar séu rétt framkvæmdar og skili því sem þeim er ætlað. Mæli með Form Heilsurækt fyrir alla á öllum aldri."
"Það er svo gaman að mæta í góðan félagsskap og þú sleppir helst ekki æfingu. þetta er einkaþjálfun í hóp og ég sem er með mikinn stoðkerfisvanda fæ alltaf æfingar sem henta mér og allir fá það. Mæli 100 prósent með Form"
Við erum staðsett í Ármúla 40, 2.hæð. Beint fyrir ofan Markið - hjólaverslun.
Gengið er inn á gafli hússins austanmegin eða í porti á bakvið hús þar sem næg bílastæði eru einnig.