FORMIÐ
HEILSURÆKT
Ef þú vilt æfa í öruggu umhverfi með frábærum þjálfurum og enn betri æfingafélögum þá er Formið Heilsurækt eitthvað fyrir þig.
UM
OKKUR
Ef þú vilt æfa í öruggu umhverfi með frábærum þjálfurum og enn betri æfingafélögum þá er Formið Heilsurækt eitthvað fyrir þig.
Við leggjum mikið upp úr persónulegri nálgun og mætum hverjum og einum þar sem hann er staddur. Meðlimir okkar geta staðfest það hversu góð upplifun það er að mæta til okkar óháð því hvort þú hefur einhverja reynslu af líkamsrækt eða ekki og því hvaða formi þú ert í þegar þú mætir. Móttökurnar eru alltaf góðar og æfingum stillt upp út frá þinni getu hverju sinni.
Æfingarnar eru fjölbreyttar, öruggar og sérvaldar með það í huga að styrkja alla helstu vöðvahópa líkamans, þar er notast við eigin líkamsþyngd, lóð, TRX bönd, bönd og teygjur ásamt því að þjálfa úthaldið með stuttum lotum á tækjum eins og róðravélum, hjólum og skíðavélum.
Hvort sem þú vilt mæta í lokaða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum tíma eru 12 einstaklingar, lokaðan hóp með vinum eða vinnufélögum eða einkaþjálfun með stöðina og þjálfarann alveg út af fyrir þig þá getum við fundið það sem hentar best fyrir þig og árangurinn mun ekki láta á sér standa.
Bókaðu fund hjá okkur hvort sem það er á staðnum, á fjarformi eða í síma og við förum yfir málin saman.
Tímarnir okkar byrja kl.6 á morgnana og eru fram á kvöld þannig að þú ættir alltaf að geta fundið tímasetningu sem hentar þér.
Nýir meðlimir geta komið beint inn í hóp eða skráð sig í 1-3 einkatíma til þess að fara yfir æfingar og koma sér af stað áður en þeir mæta í hóptíma.
Erlendur Guðmundsson
Yfirþjálfari
Elli er yfirþjálfarinn okkar og býr yfir gríðarlegri reynslu af þjálfun einstaklinga, hópa og íþróttamanna.
Hann hefur m.a. þjálfað í Reebok Fitness, World Class, Toppþjálfun, Yama Heilsurækt og er núverandi styrktar og þrekþjálfari hjá Mfl. og 2.fl.karla í knattspyrnu hjá Fjölni.
Menntun:
- ÍAK Einkaþjálfari
- CrossFit Level 1 trainer
- Accredited Rehab Trainer
- Master Rehab Trainer
- Maxwell level 1 ketilbjölluþjálfari
- Diplómanám í styrk og þrekþjálfun í HR
- Muscle Camp seminar með Ben Pakulski
- Glute Lab & Muscle and strength seminar með Bret Contreras og Brad Schoenfeld
- Sérhæfð vöðvauppbygging og fitutap með Brad Schoenfeld
- 1.stigs þjálfunarréttindi LSÍ (Lyftingasamband Íslands)
- Námskeið í ólympískum lyftingum hjá Harvey Newton og Gísla Kristjánssyni
- Námskeið í gerð æfingakerfa hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni
- Fjöldinn allur af fyrirlestrum og námskeiðum tengd líkamsrækt, næringu og almennri heilsu.

Marta Auðunsdóttirr
Einkaþjálfari
Marta hefur góða reynslu af æfingakerfinu okkar og hefur þjálfað eftir því lengi.
Hún hefur góða nærveru og býður oft upp á skemmtilegar útfærslur af æfingunum sem fólkið okkar kann virkilega vel að meta.
Menntun:
- Intensive PT einkaþjálfari
- Precision Nutrition næringarþjálfun
Hrefna Guðmundsdóttir
Einkaþjálfari
Hrefna er er einkaþjálfari í Forminu.
Hrefna hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki með mismunandi markmið og getur aðlagast einstaklingsbundnum þörfum. Hún er fagleg og frábær þjálfari sem þú getur treyst.
Menntun:
- ÍAK Einkaþjálfari
- Hjúkrunarfræðingur